Background

Nýliðaþjálfun Hjálparsveitar Skáta í Garðabæ

Á þessari síðu eru helstu upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á að hefja nýliðaþjálfun hjá okkur. Kynningarfundurinn er 26. ágúst.

Hvað felst í nýliðaþjálfuninni?

Markmið nýliðaþjálfunarinnar er að búa nýliða undir að taka virkan þátt í störfum björgunarsveitar. Helstu atriði þjálfunarinnar eru:

  • Að fara yfir ferðamennsku við íslenskar aðstæður, búnað fatnað og fleira.
  • Að kenna nýliðum fyrstu hjálp í óbyggðum.
  • Að þjálfa nýliða í þeirri tækni og aðferðum sem við notum, t.a.m. við leit eða fjallabjörgun.
  • Að aðstoða nýliða við að verða hluta af hópnum sem HSG er.

Með þátttöku í nýliðaþjálfun öðlast þú næga þekkingu og reynslu til að geta tekið þátt í helstu björgunaraðgerðum. Þjálfunin er frekar ströng og getur reynt á, bæði andlega sem og líkamlega en er engu að síður bæði gagnleg og skemmtileg.

Hverjir geta tekið þátt?

Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í björgunarstörfum og eru tilbúnir að gefa sér tíma til að mæta á æfingar og námskeið. Nýliðar þurfa að lágmarki að verða 18 ára árið 2025 og hafa gott vald á íslenskri tungu. Annars er áhugi allt sem þarf.

Af hverju að starfa í björgunarsveit?

Fólk hefur mismunandi ástæður fyrir því að starfa í björgunarsveit. Flestir eiga það þó sammerkt að vera að leita í góðan félagsskap fólks sem hefur svipuð áhugamál auk áhuga á leitar- og björgunarstörfum.

Hvernig er dagskráin?

Nýliðar hittast öll þriðjudagskvöld yfir vetrartímann. Haldnir eru fundir eða farið í styttri ferðir. Yfirleitt byrja fundirnir klukkan 19 og miðum við við að klára ekki seinna en 22. Á þriðjudagskvöldum eru styttri námskeið, alls kyns æfingar og léttar göngur. Jafnframt er einhver dagskrá aðra hverja helgi. Er þá um að ræða stærri námskeið eða lengri ferðir. Helgardagskrána má sjá hér að neðan.

Hvernig skrái ég mig?

Við héldum kynningu á nýliðastarfinu okkar þann 26. ágúst í Jötunheimum, Bæjarbraut 7 í Garðabæ. Ef þú vilt skrá þig fyrir fyrsta fund þá er skráningareyðublað hér.

Slide 0
Slide 0

Algengar spurningar

Svar við algengum spurningum um nýliðaþjálfunina

Hvað kostar að taka þátt?

Við innheimtum gjald, alls 30.000 krónur fyrir þátttöku í nýliðastarfinu. Gjaldið dekkar kostnað við kennslugögn og skálagistingu. HSG stendur að öðru leiti straum af kostnaði við kennslu og þjálfun en á móti er gerð krafa á nýliða að taka virkan þátt í þeim fjáröflunum sem við sinnum.

Hversu langan tíma tekur þjálfunin?

Þjálfunin tekur 18 mánuði fyrir flesta. Yfir vetrartímann eru fundir flest þriðjudagskvöld og dagskrá aðra hverja helgi. Frí er yfir sumarið með þeirri undantekningu að nýliðar fara í eina helgarferð að sumri til.

Hverjir eru skilyrðin fyrir þátttöku?

Þátttakendur þurfa að vera fæddir 2007 eða fyrr og vera almennt heilsuhraustir. Starfið fer allt fram á íslensku og þess vegna er góð íslenskukunnátta skilyrði.

Hvernig er ferlið við að skrá sig?

Annað hvort er hægt að mæta á kynningarfund þann 26. ágúst eða fylla út skráningarformið.

Er mætingarskylda?

Nýliðar verða að hafa lokið öllum námskeiðum áður en þeir skrifa undir eiðstaf sveitarinnar og verða fullgildir meðlimir. Einnig er gerð krafa um mætingu í ferðir. Komist nýliðar ekki á námskeið er hægt að taka námskeiðið ári síðar eða finna aðra hjálparsveit sem kennir námskeiðið á öðrum tíma.

Hver er munurinn á hjálparsveit og björgunarsveit?

Það er enginn munur á hjálparsveit og björgunarsveit. Bæði hjálpar- og björgunarsveitir sinna sömu verkefnunum.

Slide 0

Hvert mæti ég??

Kynningarfundur

Kynningarfundurinn verður haldinn 26. ágúst klukkan 20:00 í húsnæði okkar í Jötunheimum í Garðabæ. Gengið er inn á norðurhlið hússins.

Skráning

Ef þú kemst ekki á kynningarfundinn getur þú fyllt út þetta form og við höfum samband eftir kynningarfundinn.

Hafa samband

Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika að hafa samband við Oddnýju í síma 698-4643, með tölvupósti á nylidar1@hjalparsveit.is eða með því að senda Facebook skilaboð á Hjálparsveit skáta Garðabæ.